Hönnunarreglur

Blaðamennska
Hönnunarreglur

Frægar vandræðamyndir:
1) “Grip & grin”. Mynd sýnir afhendingu verðlauna, skjala. Taktu heldur mynd af verðlaunahafanum að gera það, sem hann fékk verðlaun fyrir.

2) “Execution at dawn”. Mynd sýnir fórnardýr upp við vegg eins og þau bíði eftir að vera skotin. Taktu heldur mynd af einum verðlaunahafanum að gera það, sem hann fékk verðlaun fyrir.

3) “Guy at his desk”. Mynd af stjórnanda við skrifborðið. Reyndu heldur að finna eitthvað handa honum að gera eða taktu andlitsmynd.

4) “Board meeting”. Mynd af boðendum blaðamannafundar. Taktu andlitsmyndir með tilvitnunum. Finndu, um hvað málið snýst, og taktu mynd af því, ekki af blaðri um það.

Myndskurður: Reyndu að skera, svo að myndefnið sjáist betur, en ofgerðu það ekki. Mynd má skera til að fylla hvaða pláss sem er. En reyndu heldur að láta mynd og hönnun falla saman. Aldrei skekkja mynd með því að toga hana og teygja.

Góður skurður:
1) Tekur burt óþarfann.
2) Eykur áhrifamátt myndarinnar.
3) Hefur loft við hæfi.

Slæmur skurður:
1) Sker burt líkamshluta.
2) Mynd hæfir ekki myndgati í hönnun.
3) Breytir meiningu myndarinnar.
4) Brýtur gegn höfundarrétti.

Í prentvinnslu ljósmynda er farið eftir pappír og prentgæðum. Vond prentun kallar á 65 línur á þumlung, algeng dagblaðaprentun kallar á 85 línur á þumlung, bækur og tímarit kalla á 133 línur á þumlung.

Ef myndir eru ekki stafrænar, þarf að skanna þær inn í tölvukerfið með flatskanna fyrir pappír og filmuskanna fyrir filmur. Skannar eru þægilegir í notkun.

Helstu hugtök í myndvinnslu:
Grátónn, “grayscale”: Skönnun myndefnis, sem notar 256 mismunandi gráa tóna.
Línuteikning, “line art”: Svarthvítar myndir án grátóna.

Myndarstærð, “image size”: Eins og hún er í blaðinu, mæld í sentimetrum.
Þungi myndar, “file size”: Fjöldi pixla í mynd, mældur í kílóbætum.
Punktar á þumlungi, “dpi”: Fjöldi punkta, sem prentari skilar frá sér.

Upplausn, “resolution”: Fer eftir fjölda punkta.
TIFF: Eitt algengasta form mynda í tölvu.
EPS: Algengt form til að nota myndir í prentverki.
Skýjun, “moiré”: Bylgjuhreyfing í mynd.

Skönnunarreglur:
1) Nefndu og vistaðu skannanir varlega. Geymdu allt fram yfir prentun.
2) Gerðu ráð fyrir dekkri punktum á pappír en á skjá.
3) Skerðu og skalaðu myndir við skönnun. Sparar þyngd.
4) Hafðu stórar myndir til í lágri upplausn. Eykur vinnsluhraða.
5) Hafðu skjölin eins létt og hægt er.

Upplausn:
Fyrir bækur og tímarit: 300 punktar,
ljósmyndir 133-150 línur, prentgæði 1200-2400 punktar.
Fyrir dagblöð: 200 punktar, ljósmyndir 85-100 línur, prentgæði 600-1200 punktar.
Fyrir vefinn: 72 punktar.

Villimyndir:
Fylgja ekki texta í blaðinu, standa sjálfstæðar með sínum myndatexta. Geta lífgað dauðar síður. Pakka þarf þeim þannig á síðuna, að lesandinn átta sig á, að þær eru ekki með neinni sögu.

Myndasíður brjóta hönnunarreglur:
1) Meiri háttar atburður.
2) Fréttaljós.
3) Mannlýsing.
4) Myndasaga.
5) Skyldir hlutir.

Eftirfarandi reglur gilda ekki bara um myndasíður, heldur um greinakafla dagblaða og fréttapakka líka. Þær gilda um ljósmyndir, teikningar, gröf og kort:

Ljósmyndir:
1) Talaðu við ljósmyndarann og blaðamanninn.
2) Blandaðu stærðum og sjónarhornum saman.
3) Veldu gæði frekar en magn.
4) Staðsettu myndir varlega.
5) Láttu eina mynd yfirgnæfa.

Texti:
1) Notaðu ekki of mikinn eða of lítinn texta.
2) Hafðu megintextann auðrekjanlegan.
3) Fáðu svigrúm um flatarmál sögu.

Myndatextar:
1) Láttu hverja mynd hafa sinn myndatexta.
2) Hafðu myndatexta ekki bara neðan við myndir.
3) Hafðu myndatexta frekar á ytri en innri kanti.
4) Mundu höfundarlínuna.

Annað:
1) Notaðu hvítt pláss.
2) Hafðu grind blaðsins undirliggjandi.
3) Notaðu rasta í hófi.

Myndver, “studio”, er einkum notað við:
1) Tíska.
2) Matur.
3) Andlit.
4) Hlutir.

Myndskreyting, “photo illustration”: Stundum má nota ljósmyndir sem part af teikningu. Fram koma leikarar og leikmunir.

1) Myndskreytingin sýnir á augabragði um hvað málið snýst.
2) Láttu myndskreytingu og fyrirsögn mynda einingu.
3) Ekki má taka myndskreytingu sem raunverulegan hlut. Fólk vill, að fréttamyndir séu fréttamyndir. Láttu koma greinilega fram, að þetta er ekki raunsönn mynd.
4) Vandaðu þig. Ef myndskreyting vekur ekki áhuga, tapar þú.

Teikningar: Dagblöð eru full af teikningum. Skrípamyndir eru ekki auðveldar:
1) Viðfangsefnið verður að vera vel þekkt.
2) Of sorgleg saga fyrir teikningu.
3) Listamaðurinn ræður ekki við verkefnið.

Skreytingar: Greinar snúast oft um óhlutlæg efni, þar sem ljósmyndir fara ekki vel, en teikningar hæfa betur. Flestar teikningar eru vondar. Til dæmis þær, sem fást á geisladiskum. Oft er betra að taka gömul verk, fallin úr höfundarétti.

Greinasíður þurfa góða skreytingu. Til þess þarftu góðar hugmyndir. Þú þarft að hafa þær áður en sögurnar eru skrifaðar, áður en ljósmyndirnar eru teknar, áður en síðan er hönnuð.

Myndlausnir
Er hægt að taka myndir með þessari grein:
1) Atburðurinn, hver er hann?
2) Fólkið, hver er lykilpersónan?
3) Staðir, geta þeir hjálpað sögunni?
4) Hlutir, koma þeir við sögu?

Myndlausnir, er hægt að fá myndir frá öðrum aðila:
1) Fréttastofa, aðrir fjölmiðlar.
2) Stofnanir, fyrirtæki.
3) Myndasafnið, einkasöfn viðkomandi fólks.
4) Bækur, tímarit, ljósmyndabankar.

Skrautlausnir:
1) Er fókusinn á óhlutlægu hugtaki?
2) Eigum við að búa til teikningu eða myndskreytingu?
3) Hver er fyrirsögnin?

Skrautlausnir, lestu textann:
1) Gamansemi.
2) Rím og myndlíkingar.
3) Titlar kvikmynda, sjónvarpsþátta.
4) Máltæki, slangur.
5) Tilvitnun.
6) Lykilorð í sögunni.

Skrautlausnir, hugarflug:
1) Hver? Persónuleikar.
2) Hvað? Aðgerðir, tilfinningar.
3) Hvenær? Hápunkturinn.
4) Hvar? Sjónarhorn.
5) Hvernig? Aðferð við aðgerðir.
6) Hvers vegna? Útskýringar.
7) Hvað svo? Framtíðarspá.

Skrautlausnir, sjónarhorn:
1) Málshættir og klisjur og tákn.
2) Samþætting.
3) Ýkjur.
4) Samsetning.

Skrautlausnir, aðrar:
1) Gröf.
2) Rammagreinar.
3) Stórt letur.
4) Andlit og tilvitnanir.

Bannað er að:
1) Stela ljósmyndum.
2) Setja þær í skrautramma.
3) Víxla hægri og vinstri.
4) Klippa þær ekki ferhyrnt.
5) Halla þeim.
6) Klippa fréttamyndir eftir útlínum.

Dagblöð eru löt. Þau vakna upp við, að enginn fréttamynd er frambærileg á forsíðu eða baksíðu. “Farðu niður að Tjörn og myndaðu endur!” Útkoman eru sæt börn, sætir fuglar, sætir loftbelgir, sæt blóm, sætir hundar, sætir trúðar.

Árum saman var bannað að setja fyrirsagnir ofan í myndir. Slíkt kemur vel út í tímaritum. Nú eru dagblöð farin að gera það líka. Ljósmyndir eru ekki listaverk, sem ekki má hreyfa við, heldur hluti af heildinni.

Sjá nánar:
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé