Ljósvaki-Auglýsingar

Blaðamennska
Ljósvaki-Auglýsingar

Ljósvakaskrif:
Næstum allt er skrifað niður. “Ad libbing” er sjaldgæft nú til dags.
Endurritanir eru nauðsynlegar, líka endurritanir efnis annarra.
Hæfni til að skrifa undir álagi og standast tímasetningar.

Ljósvakamenn líta aðeins öðrum augum á mál en prentmiðlamenn.
Lengd sögu í sjónvarpsfrétt er 2030 sekúndur, hámark 2 mínútur.
Þess vegna eru þar oft notaðar sögur, sem aðeins henta útvarpi eða sjónvarpi.

1. Tímahrak. Prentmiðlamenn einu sinni á dag, ljósvakamenn mörgum sinnum.
2. Ekki útskýringar. Ljósvakamenn forðast fréttir, sem þarf að skýra.
3. Heyrn og sýn. Fólk vill fréttir, sem hægt er að heyra eða sjá.

Í stað sjö Hv-anna eru notuð: Nákvæmni, skýrleiki, þéttleiki, litur.
Nútíð, ekki þátíð. Samræðustíll, textinn þarf að virka sem talað mál.
Hinn þétti stíll ljósvakamiðla er það sem byrjendur ráða síst við.

Forðist atviksorð og önnur smáorð, notið sagnir og nafnorð. Notið framsöguhátt.
Notið stuttar setningar. Ljósvakafréttir þurfa að ná athyglinni í upphafi, segja þar ekki alla söguna. Fella þarf út upplýsingar til að koma frétt fyrir.

Ekki notaður píramídi, heldur “leikræn eining”. Hápunktur, orsök, áhrif.
Píramídann má klippa að neðan, en leikræna einingu ekki, hún er heild.
Ljósvakafréttir nái athyglinni í upphafi, segi þar ekki alla söguna.

Tólf ljósvakareglur:

1. Forðist skammstafanir. Notið aðeins þær allra algengustu.
2. Forðist beinar tilvitnanir. Þær eru erfiðar í töluðu máli án gæsalappa. Í staðinn “haus í mynd”.
3. Heimildarmanns er getið á undan tilvitnun.
4. Notið lítið af greinarmerkjum. Þau trufla bara upplestur.
5. Sléttið út tölur og vísitölur. Nákvæmar tölur henta ekki töluðu máli.
6. Persónugerið fréttirnar, svo að hlustandinn, áhorfandinn fái áhuga.
7. Forðist að nota tákn á leturborðum. Skrifaðu dollara og pund fullum stöfum.
8. Notið hljóðskrift fyrir erfið orð. Skrifaðu “kaRAkas” (Caracas) vegna áherslunnar.
9. Forðist fornöfn. Annars þarftu að vera viss um, að þau vísi rétt.
10.Forðist innskotssetningar eftir mannanöfnum. Þær geta valdið misskilningi.
11.Notið nútíð sagna. Það færir fréttirnar nær líðandi stund.
12.Forðist aukasetningu í upphafi málsgreinar. Slíkt truflar notendur.

Sjónvarpsfréttir: Stuttar málsgreinar, kunnuglegt orðaval, skýr framsetning. Lengdin passi. Notið nútíð sagna. Persónuleg framsetning. Heimildarmanns getið framan við tilvitnun. Tölur notaðar sparlega og sléttaðar út.

Sjónvarpsfréttir eru hópvinna. Fréttamaðurinn stendur ekki einn og talar og talar. Myndbönd og myndskeið hafa gerbreytt sjónvarpsfréttum. Nú er ekki eins mikil truflun og áður á vettvangi við öflun sjónvarpsfrétta.

Auglýsingar: Tvær tegundir, hannaðar auglýsingar og smáauglýsingar. Auglýsing á að draga fólk í búðina, selja ákveðna vöru og selja ímynd búðarinnar. Hún dregur að sér athygli, vekur áhuga, leiðir til löngunar og hvetur til aðgerða.

Auglýsing segir hver, hvað, hvar, hvenær og hvers vegna. Fólk vill auglýsingar og les þær. Sumir lesa auglýsingar á undan fréttum. Þar eru upplýsingar, sem fólk telur sig þurfa á að halda. Samanburður auglýsinga hjálpar fólki að lifa.

Skásett letur og bogadregið virkar ekki. Forðist box og forðist negatíft letur.
Auglýsingaletur er yfirleitt minnst 10 punkta. Það er ekki í hástöfum.
Auglýsingar þurfa mikið af hvítu plássi, sem annars er lítið notað í blöðum.

Vel heppnaður sölumaður:
1. Hefur metnað, orku og þrá.
2. Er brennandi í andanum.
3. Hefur fyrir hlutunum. Ekkert leysir vinnu af hólmi.

Góður árangur næst, ef sölumaður þekkir átta atriði:
1. Þekkir blaðið og markað þess. Veit um veikleika þess og styrk.
2. Þekkir viðskiptavinina og vandamál þeirra. Talar tungu, sem þeir þekkja.
3. Þekkir samkeppnina. Veit hvað auglýsingamenn annarra fjölmiðla eru að gera.
4. Skipuleggur söluna. Er með allar stoðupplýsingar á hreinu.
5. Hringir nóg. Er þrálátur. Oft þarf mikla fyrirhöfn.
6. Sækist eftir pöntunum. Skilur mál ekki eftir í lausu lofti.
7. Heldur áfram að selja og óska eftir ítrekunum.
8. Býður viðskiptamönnum hugvitssama þjónustu.

Átta reglur til að spara tíma sölumannsins:
1. Hringir aðeins, þegar hann er vel undirbúinn.
2. Skipuleggur efni fyrir úthringingar eftir dögum og vikum.
3. Virðir tíma viðskiptamannsins, óþörf símtöl eru oft ekki vel þegin.
4. Hringir til að biðja um fundi. Gott er að kynning sé undirbúin.
5. Er með aðra fundi í takinu, ef ráðgerður fundur fellur niður.
6. Notar allan daginn, morguninn til skipulags og síðdegin til úrvinnslu.
7. Notar tíma, en lítinn tíma, til að tala um daginn og veginn.
8. Býr til auglýsingaefni, sem auðvelt er að aðlaga og endurtaka.

Hugvitsöm sala:
1. Nær athygli.
2. Vekur óskir.
3. Örvar óskir.
4. Sannfærir.
5. Leggur til aðgerðir.
Mesti galli í sölumennsku er að geta ekki lokið sölu. Margir bila á þessu mikilvæga atriði.

“Er ég búinn að fara nægilega vel yfir þetta?”
“Sýnist þér þetta vera í lagi?” “Má ég búa til hugmynd um röð af auglýsingum?”
“Getum við sæst á fyrstu pöntun frá þér í næstu viku?”

Höfnun er algeng. Vertu reiðubúinn að mæta því. Hringdu aftur seinna.
Erfið svör: “Ég er alveg ánægður með núverandi fjölmiðil.” “Ég skal hugsa málið.”
Hafðu minnislista með þér á kynningarfundinn.

Átján atriði um sölumennsku:

1. Skildu markmið viðskiptavinarins áður en þú semur tillögu.
2. Hugsaðu um þarfir viðskiptavinarins. Þú verður að sannfæra.
3. Finndu öflugustu ástæðuna fyrir auglýsingu hjá þér. Settu hana á blað.
4. Settu allar staðreyndir um fjölmiðilinn í samhengi við þetta meginþema.
5. Taktu staðlaðar upplýsingar um fjölmiðilinn og bættu öðru við.
6. Komdu sem mestu á framfæri áður en viðskiptavinurinn gerir auglýsingaáætlun.
7. Vertu knappur. Kynning sölunnar á ekki að taka meira en 20 mínútur.
8. Forðastu flókin gröf og visitölurit. Fæstir skilja slíkt.
9. Farðu varlega með samkeppnisupplýsingar. Aðrir eru líka að reyna að selja.
10.Viðskiptavinurinn metur þína framsetningu í samhengi við aðra kynningu.
11. Farðu hóflega í sakirnar, ekki ýkja. Viðskiptavinir hafna ýkjum.
12. Settu kostnað inn í kynninguna. Seldu þó fyrst gæði þjónustunnar.
13. Vertu búinn undir að tala um veikar hliðar miðilsins, viðræðuaðili veit þær.
14. Sjáðu fyrir spurningar. Vertu undirbúinn að svara þeim snöggt og jákvætt.
15. Hvettu til spurninga. Vertu undir það búinn að svara faglega.
16. Æfðu fyrir framan yfirmann þinn eða samstarfsmenn. Fáðu viðbrögð þeirra.
17. Skildu eftir minnisatriði úr kynningu þinni. Skildu alltaf eftir verðskrá.
18. Farðu hart í endann. Dragðu saman mál. Farðu fram á pöntun.

Ellefu kröfur til auglýsinga:

1. Eru fullyrðingar í auglýsingunni réttar? Sama gildir og um annan texta.
2. Er hægt að sanna fullyrðingar hennar? Lesendur vilja réttar auglýsingar.
3. Eru misvísandi upplýsingar í henni? Sama gildir og um annan texta.
4. Eru ýktar fullyrðingar í henni? Slíkt fer í taugarnar á fólki.
5. Eru misvísandi teikningar í henni? Eru þær ekki í samræmi við texta.
6. Vantar eitthvað í hana, sem gerir hana misvísandi?
7. Eru skoðanir settar fram sem staðreyndir?
8. Er auglýst vara ranglega sett fram sem lækning?
9. Er misræmi milli mynda og texta?
10. Eru þar orð, sem stríða gegn félagslegum rétttrúnaði?
11. Stríðir auglýsingin gegn góðri smekkvísi?

Textagerð við auglýsingar, átta reglur:

1. Komdu beint að kjarna málsins. Leitaðu ekki að bókmenntaafreki.
2. Forðastu hástemmningar og klisjur. Vertu heiðarlegur og nákvæmur.
3. Haltu þér við sannleikann, en segðu hann á minnisverðan og skemmtilegan hátt.
4. Hafðu færri en tólf orð í málsgrein.
5. Vertu ekki hræddur við að skrifa langan texta, ef efnið kallar á það.
6. Reyndu ekki að vera fyndinn. Fáir geta það. Hentar fárri vöru.
7. Skrifaðu til að afla trausts. Rökstuddu punktana. Lesandinn þarf að treysta.
8. Láttu lesanda vita, hvað skal gera, hverning hann á að kaupa, hvers vegna.

Sjá nánar: Malcolm F. Mallette,
Handbook For Journalists, 1998

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé