Siðferði

Fréttir
Siðferði

Joseph Pulitzer: “Frekar en í þekkingu, fréttum og visku hvílir hjarta og sál dagblaðs í siðferði þess, hugrekki þess, heilindum þess, mannkærleika þess, samúð þess með hinum kúguðu, sjálfstæði þess, þjónustu þess og áhuga þess á velferð fólks.”

Tvenns konar reglur hafa mótast um siðferði í blaðamennsku:
1) Fréttastofnanir hafa sett upp siðareglur og verklagsreglur, sem banna ritstuld, móttöku gjafa og takmarka möguleika á hagsmunaágreiningi.
2) Blaðamenn hafa sett upp siðareglur, sem krefja þá um að kanna misbeitingu valds og að vísa til ábyrgðar valdhafa, sem fela í sér samúð með smælingjum, öryrkjum og öðru vísi fólki, sem fela í sér loforð um símenntun.

Frank Rich segir: Sjóbisness viðhorf ráða vali á fréttum og hvernig þær eru sagðar. Staðlar í blaðamennsku hafa vikið fyrir sjóbisness. Gömul gildi um almannaþjónustu og sannleiksleit hafa vikið fyrir stjörnum, spennu og frægð.

Vandinn er gamall. Í Þjóðníðingi Henrik Ibsen segir frá lækninum Thomas Stockman, sem allir kalla þjóðníðing, af því að hann vill ekki halda því leyndu, að baðvatn bæjarins er eitrað, til þess að verja tekjur bæjarbúa af ferðamönnum.

Tillaga að siðareglum:
1) Tryggð við staðreyndir.
2) Aðild að málefnum fólks.
3) Geta sýnt hópum fjarlægð.
4) Afskiptalaus forvitni.
5) Virðing fyrir gildum.
6) Traust á reynslu.
7) Forðast gildislausa hlutlægni.
8) Geta frestað trú.
9) Þekkja takmörk sín og ábyrgð sína.
10) Trú á aðferðir blaðamennsku.
11) Siðferðissýn á framtíðina.
12) Vera virkur frekar en að bregðast við.

Hlutverk blaðamannsins er að gera stóra og smáa valdhafa lífsins ábyrga fyrir gerðum þeirra. Valdamenn og valdastofnanir eiga að bera ábyrgð á vandræðum, sem þessir aðilar valda fólki.

Spurningar um einkamál
1) Hafa þau áhrif á opinber mál?
2) Ef málið er kunnugt, hvers vegna leyna því?
3) Ef samkeppnisaðili hefur notað það, gerir þú það líka.

Álit á starfsstéttum:
Lyfsalar 61%,
prestar 54%,
tannlæknar 51%,
háskólakennarar 50%,
læknar 47%
sjónvarpsmenn 22%,
dagblaðamenn 17%.

Þegar síðara Íraksstríðið var í undirbúningi birti New York Times sögur, sem gleyptu hráar fullyrðingar um, að Írak ætti falin gereyðingarvopn og styddi við bak alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Þetta reyndist rangt og blaðið sagði frá því.

Síðan sögðu ritstjórarnir: “Það er kominn tími til að við beinum kastljósinu að okkur sjálfum.” Þeir fundu, að blaðamenn höfðu ekki efast nógu mikið um upplýsingar frá heimildamönnum, að yfirmenn hefðu ekki þaulspurt blaðamennina.

Kenning Hutchinsnefndarinnar um ábyrgð:
1) Fjölmiðlar gefi sanna, fullnægjandi og skiljanlega grein fyrir atburðum dagsins í samhengi, sem gefur þeim gildi.
2) Fjölmiðlar séu markaðstorg skoðana og gagnrýni.
3) Fjölmiðlar gefi hlutfallslega rétta mynd af hópum samfélagsins.
4) Fjölmiðlar setji fram og skýri markmið og gildi samfélagsins.
5) Fjölmiðlar birti njósnir dagsins.

Í gamla daga kom í ljós, að fjórir af hverjum fimm blaðamönnum þágu ferðalög að gjöf. Gjafir voru gefnar. Sumir höfðu aukavinnu í almannatengslum. Á þessu var tekið með siðareglum.

Smám saman hafa fjölmiðlar orðið næmari fyrir ytri gagnrýni. Blaðamenn hafa sjálfir gagnrýnt aðstæður, sem geta leitt til spillingar. Sú gagnrýni hefur komið fram víða um landið. Blaðamenn taka fag sitt alvarlegar en áður.

Deilt er um, hvort stöðvum sé skylt að sýna sanngirni samkvæmt útvarpslögum. Dagblöðum er það ekki skylt, en flest þeirra eru þó sanngjörn. Engin lög eru um dagblöð, enda búa þau ekki við rásir, sem ríkisvaldið skammtar ljósvakastöðvum.

20% Bandaríkjamanna eru andvígir ríkisvaldinu yfirleitt. Því er ekki við að búast, að takmarkandi reglur fái hljómgrunn. Amast hefur verið við hlutdrægni stöðva með Oliver North, J. Gordon Liddy og Rush Limbaugh. Ekkert er þó gert.

Einkalífsréttur er ekki heldur í stjórnarskrárviðbót og er orðinn erfiður vegna útþenslu internetsins. Hæstiréttur viðurkennir samt einkalífsrétt sem stjórnarskrárrétt. Dómstólar telja hann þó ekki hefta myndatökur á almannafæri.

Einkalíf samkvæmt bandarískum skilningi er það, sem fer fram á heimilum fólks og að margra áliti líka á landareignum þeirra, “private property”. Sjónvarpsstöðvar hafa stundum komist í kast við lögin, þegar þær reyna að mynda á húsalóðum.

Ljóst er, að blaðamennska á bágt í Bandaríkjunum. Fólk hefur minna álit en áður á fjölmiðlum. Mörk milli frétta og skemmtunar hafa dofnað. Reynt hefur verið að blása til gagnsóknar með samfélagslegri blaðamennsku, “civic journalism”.

Samfélagsleg blaðamennska sinnir notendum sínum meira, setur upp umboðsmenn lesenda, reynir að skjóta rótum í samfélaginu, stofnar til borgarafunda, reynir að útskýra sveitarstjórnafundi, sjónvarpar frá borgarstjórn, frambjóðendafundir.

Ljósvakastöðvar og dagblöð svæðisins vinna saman að verkefnum af þessu tagi til að fá almenning til jákvæðari viðhorfa í garð fjölmiðla almennt. Án samstarfs mundi fólk telja, að “civic journalism” væri markaðsbrella í áhorfsmælingum.

Ekki eru allir sammála um samfélagslegu blaðamennskuna. Margir yfirmenn á fjölmiðlum telja, að fjölmiðlarnir eigi að vera utangarðs í samfélaginu til að halda hlutlægni sinni og ekki mynda bandalög um ýmsan félagslegan rétttrúnað.

Árekstur er milli þeirra, sem mæla með félagslegum rétttrúnaði samfélagslegu blaðamennskunnar til að efla traust almennings á fjölmiðlum, og hinna, sem telja þetta vera eltingaleik við félagslegan rétttrúnað hvers tíma og staðar.

Niðurstaða er ekki fengin í deilunni. Af stórum fjölmiðlum hefur Boston Globe tekið upp samfélagslega blaðamennsku. Margir stórir fjölmiðlar, einkum dagblöð á borð við Washington Post og New York Times, hafa tekið upp umboðsmann lesenda.

Umboðsmenn hafa fengist við stórvandamál á þessum blöðum, einkum um blaðamenn, sem staðnir hafa verið að lygum. New York Times birti margra síðna rannsókn síns umboðsmanns á Jayson Blair. Umbi Washington Post fær 500 tölvubréf á dag.

Miklu máli skiptir, að bæði New York Times og Washington Post hafa sýnt hugrekki við að takast á við innri vandamál á ritstjórn og opna glugga fyrir almenning til að kíkja inn. Sú stefna þarf að verða almenn í fjölmiðlum, líka í ljósvakanum.

New York Times hefur siðareglur upp á 52 síður, en lenti þó í, að Jayson Blair blaðamaður framleiddi lygar í stórum stíl. USA Today hefur sterkt orðaðar siðareglur, en Jack Kelly stundaði ritstuld og skáldaði upp fólki og atburðum.

Engar siðareglur bæta þann, sem vill vera spilltur. Margar siðareglur ganga út á bönn, en ekki út á boð. Helsti galli siðareglna og tilsvarandi nefnda er, að þetta hefur ekki tryggt, að fjölmiðlar vakti aðgerðir valdhafa hvers tíma.

John King sagði: “Í dag sá ég í blygðun og skelfingu, þegar Larry King var veislustjóri og siðameistari, þegar Bush var settur í embætti. … Ég sá King hlaupa upp í pontu og faðma forsetann.” CNN baðst afsökunar á Larry King.

Krafa Pulitzer til blaðamanna sinna um, að skrifa fréttir af órétti og rangindum, er eins konar krafa um, að þeir setji stefnumið fyrir samfélagið. Þetta er nálgun á sviði blaðamennsku, sem á sér engin takmörk.

Leo Bogart: Lýðræði er óhugsandi án fjölmiðlunar til að vekja áhuga á málum samfélagsins, þar sem fólk er ekki í sambandi hvert við annað og hefur ekki landfræðilega nálægð, og þar sem stofnanir valdsins eru fjarlægar fólki.

Milan Kundera: “Segðu valdinu sannleikann.” Anton Tsjekov: “Skylda mín er ekki að leysa vanda, heldur setja hann rétt fram.” Robert Brustein: “Sannur listamaður forðast valdið, af því að valdakerfi eru ekki kerfi sannleikans.”

John Singer Sargent: “Í hvert sinn sem ég mála mannsmynd, missi ég vin.”
Dante: “Heitustu svæði helvítis eru frátekin fyrir þá, sem voru hlutlausir á tíma siðferðisbrests.” James Reston: “Sannleikurinn er hár og sleipur.”

Hafðu þessi 16 atriði í huga:
1) Forðast stuðning við pólitískt andrúmsloft, sem felur í sér hömlur á valdi.
2) Hafa hóf í lífi og hegðun.
3) Iðka trúlaust og vísindalegt viðhorf til vinnunnar. Ekki von, heldur sönnunargögn.
4) Hafa opinn huga, sem leitar að og vill skilja ýmis sjónarmið, önnur en hans eigin.
5) Hafa ábyrgð á getu sinni og hæfni.
6) Hafa skilning á og umburðarlyndi gagnvart flækjum málefna til umræðu.
7) Geta viðurkennt mistök.
8) Geta þolað einveru og gagnrýni, sem eru stolt sjálfstæðis.
9) Forðast að búa til hetjur og glæpona eftir þörfum lokunartímans.
10) Ástunda vinnusemi.
11) Þekkja spor frumkvöðla í þekkingu, þar á meðal í blaðamennsku.
12) Hafa skilning á fortíðinni.
13) Tregðast við hrósi. Lítillátur.
14) Bera skyldu sína.
15) Ekki reyna að geðjast öðrum.
16) Ekki láta orð verða markmið.

Samantekt í tólf liðum:
1) Blaðamaður á að gefa öllum hópum rödd, ekki bara valdhöfum.
2) Réttur fólks til frétta er algildur.
3) Blaðamaður á að meta, hvort mál séu mikilvæg fyrir fólk.
4) Ef blaðamaður getur ekki sagt frá aðferðum sínum, á hann ekki að nota þær.
5) Blaðamaður lítur ekki á fólk sem tilgang.
6) Blaðamaður trúir á grunn staðreynda, ekki vonar.
7) Blaðamaður fylgir gildismati, en er laus við hugmyndafræði og skoðanakúgun.
8) Blaðamaður forðast að lofa aðstoð fyrir leka á efni.
9) Blaðamaður lítur á áhrif gerða sinna á lífið sjálft.
10) Blaðamaður metur almannahagsmuni og frið einkalífs.
11) Blaðamaður metur, hvort mál séu þegar kunn og því hæf til notkunar.
12) Blaðamaður þjónar þörfum þjóðfélagsins.

Sjá nánar:
Melvin Mencher
News Reporting and Writing
10th Edition 2006

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé