Kennslubókin hér til hægri fjallar um fleira en kjarna blaðamennskunnar, fréttatexta. Hún fjallar líka um ljósmyndir og hönnun. Um sjónvarp og heilmikið um vefinn og aðra nýja fjölmiðla. Fjallar um nýjustu miðlana, persónumiðla á borð við Facebook, YouTube og MySpace, svo og leitarmiðla á borð við Google, Wiki og Yahoo. Um rannsóknir í blaðamennsku og tölvutækni og útreikninga í blaðamennsku. Spáir í nútímann og framtíðina, sem gerist nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Fjallar um starf ritstjórans og fortíðina. Margt er þetta alveg nýtt í kennslu í fjölmiðlun hér á landi.