Kennslubók í textastíl

Fjölmiðlun

Takið sérstaklega eftir kennslubók í textastíl, sem er innifalin í bókinni hér til hægri á vefsíðunni. Þetta er textinn, sem ég notaði við kennslu í þeirri grein. Hann tekur róttækt á hefðbundnum gildum í stíl og reynir að færa stílinn í átt til nútíma. Margvíslegt birtingarform, sem áður var ekki til, gerir kröfur til knappari stíls en áður. Sjónvarp hefur ekki pláss fyrir málalengingar, vefurinn enn síður og gemsarnir alls ekki neitt. Þegar menn vilja nota texta til að upplýsa aðra, er mikilvægt að meiningin komist til skila. Þá dugar bara knappur stíll að hætti Laxness og Graham Greene.