Fréttir

Inngangur

Fréttir Inngangur Aðalheimild: Melvin Mencher News Reporting and Writing, 10. útgáfa 2006 Þetta er öflugasta kennslubók fyrir háskólanám í blaðamennsku, sem til er, eftir reyndan blaðamann innanlands og utan og prófessor við Columbiaháskóla, Melvin Mencher. Hún er ítarlegri en flestar slíkar og hefur komið út í tíu útgáfum. Bókin hefur nánast fullt gildi hér á […]

Starf fréttamanns

Fréttir Starf fréttamanns Blaðamennska er lykill að margs konar störfum innan og utan fjölmiðlunar. En puð er óhjákvæmilegt. Bradlee sagði við byrjendur: “Vertu duglegri en hinir.” Deborah Howell bætti við: “En hafðu gaman af því og vertu góður drengur.” Fréttamennska er spennandi, litrík og gefandi. Alltaf er pláss fyrir vinnufíkla, sem vilja “meika það”. Til […]

Einkenni fréttamanns

Fréttir Einkenni fréttamanns David Kranz fór til Sioux Falls eftir Spencerfellibylinn. Bærinn hafði verið girtur af. Hann notaði gemsann, hringdi í alla, sem hann þekkti, einnig í lögreglu og björgunarstjóra. Hann fékk númer björgunarstjórans og lögreglustjórans. Tíu mínútur voru til lokunar blaðsins. Kranz spurði lögreglustjórann, hvort hann vissi um ríkisstjórann. Sá stóð þá við hlið […]

Eðli frétta

Fréttir Eðli frétta Fréttir þurfa að vera: 1. NÁKVÆMAR. Allar upplýsingar eru sannreyndar áður en þær eru notaðar. Bein skoðun er besta leiðin til að fá réttar upplýsingar. 2. TILVITNAÐAR. Blaðamaðurinn segir, hverjar séu heimildir fyrir upplýsingum. 3. FULLNÆGJANDI. Fréttin segir frá einstökum atriðum, sem sýna, sanna og skrá meginatriðin. 4. JAFNVÆGAR, SANNGJARNAR. Sagt er […]

Sannreynsla

Fréttir Sannreynsla Það er verklagsregla sannreynslu, sem skilur blaðamensku frá skemmtun, áróðri, skáldskap og list. Blaðamennskan ein setur fókus sinn á sannleikann. Það er sannreynsla ein, sem getur varið blaðamennsku fyrir fullyrðingastefnu nútímans. Það sannar ekki rétta frásögn, að heimildar sé getið með nafni. Nafnbirting segir aðeins, að það sé satt, að viðkomandi aðili hafi […]

Fréttnæmi

Fréttir Fréttnæmi Áður var einfaldara að skilgreina fréttir. Þær fjölluðu þá um atburði. Fréttir voru bílslys, aflabrögð, eldsvoðar, blaðamannafundir, ræður, andlát. Þetta er það, sem nú á dögum eru kallaðar harðar fréttir. Nú er málið flóknara. Til sögunnar hafa komið linar fréttir, sem sumar fjalla um breytingar eða ferli í samfélaginu, bakgrunn upplýsinga eða túlkun […]

Umhverfið

Fréttir Umhverfið Reglurnar átta um fréttnæmi lifa ekki í lofttómu rúmi. Beiting þeirra byggist á þeim, sem ákveða, hvað séu fréttir heima í héraði, á hefðum dagblaðsins eða stöðvarinnar, á lesendum þeirra, hlustendum og áhorfendum. Þegar tímarnir eru góðir og auglýsendur keppast um að fá gott pláss, eru ritstjórnir fjölmennar og leita víða fanga. Þegar […]

Gögn og tækni

Fréttir Gögn og tækni Blaðamenn nota margs konar tæki, svo sem tölvu, hljóðsnældutæki og síma. Þeir nota þessi tæki og einkum internetið til að finna fólk, opinber gögn, áreiðanlegar upplýsingar og annað gagnlegt. Blaðamaðurinn: 1) Kann að nota gagnabanka og stafræn gögn. 2) Þekkir lög um aðgang að upplýsingum. 3) Notar tölvu til að safna […]

Inngangurinn

Fréttir Inngangurinn Ef upphaf fréttar er ekki gott, heldur lesandinn ekki áfram. Inngangurinn þarf að ná athygli hratt og örugglega. Margar fréttir eru skrifaðar í öfugan píramída. Aðalatriðin eru þá efst og veigaminnstu atriðin eru neðst. Með mýkri fréttum en áður hefur mikilvægi öfuga píramídans minnkað. Einnig vegna þess að nýjar fréttir byrja yfirleitt í […]

Sagnagerð

Fréttir Sagnagerð Skipulag fer á undan skrifum. Sérhver málsgrein og sérhver málsliður er á sínum stað af ásettu ráði. Meðan blaðamenn eru að afla fréttarinnar eru þeir í huga sér að sjá fyrir gerð og innihald sögunnar. 1. NOTAÐU BEINAGRIND. Hafðu meginatriðin í huga, þegar þú sest við skriftir og setur hold og blóð á […]

Sagnalist

Fréttir Sagnalist Vel skrifuð saga: 1) Hefur skýran fókus. 2) Vekur persónuáhuga með tilvitnunum, atburðum og dæmum. 3) Setur hraða og stíl, sem hæfir atburði og persónu. 4) Sannfærir notandann um, að sagan sé fullnægjandi og sönn. Blaðamenn skrifa til að vera lesnir eða hlustaðir. Þeir vita, að notendur fara að gera eitthvað annað, ef […]

Stílreglur

Fréttir Stílreglur Í þessum kafla og öðrum köflum bókarinnar eru settar fram reglur, forskriftir og fyrirmæli. Það er til leiðbeiningar, leiðir til lausnar. Þetta eru ekki lög. En heppilegast er fyrir byrjanda, að taka það gott og gilt, uns hann veit betur. Úr minningargrein eftir Pete Hamill um LarsErik Nelson: “Skrif hans geisluðu alltaf. Hann […]

Greinar I

Fréttir Greinar I “Raunhæft konsept” er söluvaran í Hollywood. Þau verða hins vegar fæst að veruleika. Sama er að segja um hugmyndir blaðamanna um greinarefni. Þeir, sem bara eru vopnaðir konseptum, hafa engin raunveruleg söguefni. Stundum er hugmyndin of þröng eða of víðtæk. Við því má bregðast með því að beita röksemdafærslu orsakar og afleiðingar, […]

Greinar II

Fréttir Greinar II Alls konar aðferðir eru notaðar við greinar. Stundum eru þær bara tilvitnanir, þar sem persónunar segja sjálfar alla söguna. Algengara er að nota bíóaðferðina, segja sögu eins og kvikmyndavél, sem súmmar fram og aftur, milli víðs og þröngs. Við tölum um tón og stíl í greinum. Við þurfum mismunandi tóna, einn fyrir […]

Ljósvakinn

Fréttir Ljósvakinn Ef lesendur dagblaða skilja ekki framsetningu í texta, geta þeir lesið hann aftur. Hlustendur og áhorfendur geta það ekki. Þess vegna þarf ljósvakatexti að vera skýr og einfaldur. Segja þarf hugsanir á einfaldan og snöggan hátt. Þú finnur muninn, ef þú lest fréttina upphátt. Þá sérðu kosti og galla textans frá sjónarmiði ljósvakans. […]

Ljósvakafréttir

Fréttir Ljósvakafréttir Hjálpaðu þulnum: Lestu textann enn einu sinni til að losna við ritvillur og klossað mál og til að koma inn leiðbeiningum við lestur, framburðarskýringum, þar sem akkerið kemur til með að mæta framandi eða erfiðu heiti eða orði. Walter Cronkite sagði: “Flestar sjónvarpsstöðvar ráða upplesara, ekki blaðamenn eða fréttamenn. Akkeri eru valin samkvæmt […]

Ályktanir

Fréttir Ályktanir Til að safna áreiðanlegum og mikilvægum upplýsingum í sögu er nauðsynlegt að: 1) Blaðamaðurinn viti, hvað lesendur og hlustendur hafa áhuga á, hvað hafi áhrif á þá og hvað þeir þurfi að vita. 2) Finni þema sögunnar snemma í verkefninu. 3) Leiti að því, sem er öðru vísi, því óvænta, því einstæða, sem […]

Bakgrunnur-Götublöð

Fréttir Bakgrunnur Götublöð Blaðamenn byggja tvenns konar bakgrunn þekkingar: 1) Almennur. Það er þekkingin, sem hann öðlast í starfi, byggð á miklum lestri og mikilli reynslu. 2) Sértækur. Sértækar upplýsingar hjálpa blaðamanni, til dæmis að vita um dóma einstakra dómara, þar sem annar dæmir í fangavist en hinn dæmir skilorðsbundið; eða til að vita um, […]

Lög og reglur

Fréttir Lög og reglur Takmarkanir á störfum blaðamanna hafa minnkað. Fátt er bannað, en spurning er um ýmis siðræn viðhorf. Sumt af því, sem áður var viðurkennt, þykir núna vafasamt. Myndir af fólki, ráðast þær á einkalíf þess? Lög um meiðyrði og dómvenja um verndun einkalífs takmarka svigrúm blaðamanna. 1) Meiðyrði. Yfirleitt afleiðing gallaðrar blaðamennsku. […]

Smekkvísi

Fréttir Smekkvísi Fréttamenn sjónvarps elta uppi fólk, sem ekki næst í vinnunni. Þeir bíða stundum og dögum saman við útidyr þeirra. Þetta var mikið notað í Watergatemálinu og komst í tísku eftir það. “Stakeout” er þetta kallað. Ekki má láta opnberar persónur komast upp með að koma sér undan því að svara spurningum fjölmiðla. En […]

Siðferði

Fréttir Siðferði Joseph Pulitzer: “Frekar en í þekkingu, fréttum og visku hvílir hjarta og sál dagblaðs í siðferði þess, hugrekki þess, heilindum þess, mannkærleika þess, samúð þess með hinum kúguðu, sjálfstæði þess, þjónustu þess og áhuga þess á velferð fólks.” Tvenns konar reglur hafa mótast um siðferði í blaðamennsku: 1) Fréttastofnanir hafa sett upp siðareglur […]

Hugboð-Fordómar

Fréttir Hugboð Fordómar Blaðamenn reiða sig á hugboð og tilfinningu sína eins og skynsemi og rökhyggju: 1) Hugboð og innsæi spretta af víxlverkun nýrra upplýsinga og fyrri reynslu. 2) Tilfinning getur fengið blaðamann til að kanna vandamál. Um leið geta hugboð og tilfinningar brenglað skrifin, rétt eins og fordómar blaðamannsins geta gert. Blaðamaðurinn þarf að […]

Heimildarmenn

Fréttir Heimildarmenn Blaðamaðurinn hefur þrenns konar heimildir: 1) Mannlegar heimildir. Ráðamenn og fólk, sérfræðingar og vitni, málsaðilar. 2) Hlutlægar heimildir. Skrár, skjöl, uppsláttarrit, greinar. 3) Netheimildir. Blaðamaður sér ekki mikið betur en heimildir hans. Blaðamaður ver tíma á hverjum degi með föstum heimildamönnum. Hann hringir í menn á stofnunum, hann ráfar um stofnanir og fyrirtæki […]

Viðtöl I

Fréttir Viðtöl I Til eru tvenns konar viðtöl: 1) Fréttaviðtöl. Markmiðið er að safna upplýsingum um atburð, aðstæður, hugmynd. 2) Mannlýsingar. Fókusinn er á einstaklingnum. Blaðamaður tók viðtal við íþróttamann, sem kom til borgarinnar út af keppni. Hann kunni ekki að spyrja og fékk fátt af viti. Hann talaði við fréttastjórann, sem sagði honum, hvað […]

Viðtöl II

Fréttir Viðtöl II Ef þú ert of frjálslega klæddur, segir það viðmælandanum, að þér sé sama, þú takir hann ekki alvarlega. Hár og klæðnaður, rödd, fas, limaburður og grettur senda skilaboð til viðmælandans. Blaðamaðurinn má ekki koma úr öðrum heimi. Blaðamaðurinn verður að haga sér í samræmi við aðstæður og viðmælanda. Reyndir viðmælendur búast við […]

Tilkynningar-Gröftur I

Fréttir Tilkynningar Gröftur Fréttatilkynningar Blaðamenn mega nota almannatengla, en mega ekki láta almannatengla nota sig. Mikið af almannatenglum koma úr blaðamennsku og þekkja þau vinnubrögð. Í almannatengslum eru félagsvísindi notuð í bland við samskiptatækni. Fjöldi fyrirtækja, samtaka og stofnana hafa almannatengla á sínum snærum. Ein af sérgreinum almannatengla eru ræðuskriftir fyrir stjórnmálamenn og önnur aðstoðarmennska […]

Gröftur II

Fréttir Gröftur II Þegar George W. Bush lét taka mynd af sér á flugvélamóðurskipi með borða í baksýn, þar sem stóð “Sigur unninn”, var hann að nota sér þörf sjónvarps fyrir myndefni. Þetta var “mesta leikhús í sögu Bandaríkjanna,” sagði E. Bumiller. Elizabeth Bumiller hjá New York Times segir einnig: “Ríkisstjórn Bush er komin langt […]

Viðskipti

Fréttir Viðskipti Viðskipti, efnahagur, verðlag, gæði, heimili, bílar. 1) Heimafyrirtæki. Opnanir og lokanir, breytt mannahald, byggingar, andrúmsloft, ársskýrslur, ágreiningur. 2) Greinar. Nýjar vörur, mannlýsingar, neyslumynstur. 3) Skýringar. Áhrif efnahagsvísa lands og heims, áhrif forstjóra, reglugerðir. Fréttir af viðskiptum og efnahag eru almenningseign. Fólk vill vita um verðlag og lífskjör, þróun starfsmöguleika, þróun vaxta, horfur á […]

Dómstólar-Íþróttir

Fréttir Dómstólar Íþróttir Dómstólar 1) Einkamál. Mál milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. 2) Sakamál. Mál ríkisins gegn einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Blaðamaður í dómsmálum þarf að þekkja grundvallarhugtök, t.d. mun á kæru og ákæru. Ágreiningur er um aðgengi blaðamanna að ferli dómstóla, veru ljósmyndara í dómhúsum, viðvist blaðamanna og upptökutækja þeirra í dómsölu, lokun réttarhalda, […]

Sveitarfélög

Fréttir Sveitarfélög 1) Fjárhagsáætlanir, útsvar, fasteignagjöld. 2) Stjórnmál. 3) Skipulag og hverfi. 4) Menntun Fólk hefur meiri áhuga á staðbundnum fréttum en öðrum. Það vill vita um ákvarðanir borgarstjórnar um bílastæði í miðbænum. Dagblöð láta oft besta fólk sitt skrifa um borgina, sérstaklega um það, sem gerist í ráðhúsinu. Ráðhúsblaðamaðurinn fjallar um heilbrigðisvottorð veitingahúsa, sorphirðu, […]

Ræður og fundir

Fréttir Ræður og fundir 1) Sögur af ræðum hafa að geyma nafn og starf ræðumanns, efni ræðunnar, stað hennar og nóg af tilvitnunum. 2) Sögur af blaðamannafundum byrja á meginatriði ræðumannsins, sema annað betra hafi komið upp. 3) Sögur af fundum byrja venjulega á mikilvægustu samþykktinni. Þær fela í sér tilgang fundarins, bakgrunni samþykktarinnar og […]

Slys I

Fréttir Slys I Hver sérgrein blaðamennsku kallar á ákveðið verklag. Minningargrein kallar á nafn, aldur, störf, dánarorsök, dánarstað, eftirlifandi ættingja, áætlanir um jarðarför, ýmiss konar bakgrunn. Tékklistinn er upphafið hjá blaðamanni eins og flugmanni, áður en þeir taka flugið. Ekki er hægt að læra blaðamennsku með því að læra tékklista. Þeir eru bara ábendingar, ekki […]

Slys II

Fréttir Slys II Varúð í harmleikjum: 1) Gættu þín á óstaðfestum fullyrðingum. Þegar fréttamaðurinn sér ekki sjálfur atriðið, á hann að bera nafngreindan aðila fyrir því. 2) Forðastu að gera grunaða eða fórnardýr að djöflum eða hetjum. 3) Leiðréttu villur strax og áberandi með öllum smáatriðum. 4) Farðu að lögum, farðu ekki inn á einkalóðir […]

Lögreglan

Fréttir Lögreglan 1) Fréttir líðandi stundar: Slys, glæpir, handtökur, eldsvoðar. 2) Greinar: Mannlýsingar lögreglumanna. Rannsóknir. 3) Túlkanir: Verklagsreglur. Breytingar á starfsliði. 4) Rannsóknir: Misbeiting valds, spilling, áhugaleysi. Verksviðin: 1) Glæpir: Glæpur, rannsókn, handtaka, ákæra. 2) Slys: Umferð, flugumferð, drukknun, björgun. 3) Eldsvoðar: Lýsing sjónarvotta. 4) Deildir: Starfslið, verklag, virkni, ábyrgð. 5) Viðhorf: Staðlar, verklag, meðferð […]

Fréttir-Heimildir

Fréttir Heimildir Textar á vefsvæði þessu eru tjaldvarpaðar skyggnur með fyrirlestrum mínum. Hinar raunverulegu kennslubækur eru skráðar hér að neðan. Kaupið þær og lesið. —– William E. Blundell The Art & Craft of Feature Writing, 1986 Rene J. Cappon AP Guide to Newswriting, 3.útgáfa 2000 Donald L. Ferguson Journalism Today, 7. útgáfa 2005 Brant Houston […]