Evrópumálaráðherra Þýzkalands tók ríkisstjórn Íslands í stutta kennslustund um daginn í hefðum lýðræðis. Michael Roth sagði engu máli skipta, hversu mörg bréf ríkisstjórnin sendi til Bruxelles um viðræðuslit. Málið þyrfti fyrst að eiga sína eðlilegu framvindu á Íslandi. Annað hvort þarf alþingi að álykta um slit eða þá að þjóðaratkvæðagreiðsla gerir það. Þá fyrst mun Evrópusambandið taka mark á Íslandi. Hér er ráðamönnum hins vegar ókunnugt um hefðir lýðræðis. Beita frekar annars konar valdstjórn, gerræði, þjófræði og auðræði. Í tvö ár hefur þessi ríkisstjórn hamast við að nauðga allri skynsemi í rekstri ríkisvaldsins.