Keppni deyr alltaf

Punktar

Tölvupóstur stjórnenda olíufélaganna um samráð þeirra gegn viðskiptamönnum segir allt, sem segja þarf um hugarfarið á þeim bæjum. Brotaviljinn var eindreginn, nauðsynlegt þótti að leggja meiri áherzlu á “framlegð” en samkeppni og það sem athyglisverðast er, viðskiptamenn voru taldir vera “fífl”. … Umsjónarmenn samráðanna hafa viðurkennt brot sitt og ákveðnar hafa verið sektir, sem eru langt innan við þær upphæðir, er olíufélögin höfðu af fólki, fyrirtækjum og stofnununum. Þegar upp er staðið, eiga þau að halda eftir töluverðum hagnaði af svindlinu, sem er merkileg staðreynd. …