Keppt í svörtum listum

Punktar

Heimsveldin setja skrifborðsbófa hvors annars á svartan lista. Ferðafrelsi þeirra er heft og eignir gerðar upptækar, séu þær tagltækar. Upphafið var, að lögmaðurinn Sergei Magnitsky dó af pyntingum í rússnesku fangelsi eftir baráttu fyrir mannréttindum. Bandaríkin settu lög í hans nafni, Magnitsky-lögin, gegn skrifborðsbófum rússneska kerfisins. Átján embættisbófar voru samkvæmt þeim settir á svartan lista. Rússar svöruðu með því að setja átján ameríska skrifborðsbófa á svartan lista. Lagatækna, sem tengjast lögleiðingu pyntinga og Guantanamo-búðunum. Vonandi fara flestir slíkir á svarta lista.