Frá Vegamótum á Snæfellsnesi norður í Helgafellssveit.
Þetta var lengst af þjóðleiðin milli Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar á Snæfellsnesi. Bílvegurinn var svo færður vestar í Vatnaleið, svo að auðveldara en áður er fyrir hestamenn að fara Kerlingarskarð. Hér er lýst leiðinni frá Vegamótum á þjóðvegi 54 og 56 sunnan á nesinu að þjóðvegi 54 norðan á nesinu.
Órækja Snorrason fór um Kerlingarskarð 1234 til ránsferða á norðanverðu Snæfellsnesi. 1242 reið Þórður kakali Sighvatsson norður skarðið á flótta undan liði Kolbeins unga Arnórssonar. Um það segir í Sturlungu: “Reið Þórður kakali þaðan vestur Kerlingarskarð og vestur til Helgafells. Fékk Þórður sér þar skip og fór út í Fagurey, en hestana lét hann reka it iðra; kom hann þar laugardaginn fyrir hádegi, það var hinn næsta dag fyrir Andreasmessu. Þótti það öllum mikil furða og varla dæmi til finnast, að menn hefðu riðið hinum sömu hestum í einni reið af Þingvelli og til Helgafells í svo miklum ófærum sem þá voru. Þórður reið fimmtadag um hádegi af Þingvelli en kom til Helgafells föstunóttina, er stjarna var í austri. Þóttust þá allir þegar vita að Þórður myndi til nokkurra stórra hluta undan rekið hafa.”
Förum frá söluskálanum að Vegamótum með þjóðvegi 56 norður að afleggjara um Kerlingarskarð. Við förum þann afleggjara vestan Hjarðarfells upp í Hjarðarfellsdal, norður dalinn og síðan til norðvesturs undir Hellnafelli. Síðan um Gæshólamýri og upp í Kerlingarskarð vestan Hafrafells. Þar við Dys erum við í 320 metra hæð. Norðan okkar er Kerlingarfjall. Við förum norður milli þess og Rauðukúlu niður á þjóðveg 56.
16,7 km
Snæfellsnes-Dalir
Skálar:
Kerlingarskarð: N64 56.000 W22 50.040.
Jeppafært
Nálægar leiðir: Vatnaheiði, Hraunsfjörður.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort