Ljóst er, hvað þjóðin telur vera rétt. 75.000 manns mótmæla fjársvelti heilsu. Á sama tíma segir Kögunarbarnið þjóðina eiga að gleðjast yfir þeim viðsnúningi sem orðið hafi í heilbrigðiskerfinu. Lengra er ekki hægt að komast í firringu, þótt forsætis hafi löngum verið úti á túni. Fólk veit um biðraðir og biðlista, veit um ofurálag á starfsfólk sjúkrahúsa, veit um markvisst fjársvelti. Raunar veit Happdrætti háskólans um hrun heilsukerfisins. Auglýsir happdrættismiða sem lausn á heilsuvanda fólks. Vinnir þú í happdrættinu, heldurðu heilsu, annars ekki! Sigmundur Davíð kemst því ekki upp með að ljúga, að helvíti sé himnaríki.