Kiðaskarð

Frá Hvíteyrum í Skagafirði að Stafni í Svartárdal.

Hér var fyrrum fjölfarið milli byggða. Bændur úr Skagafirði, sem áttu fé í Stafnsrétt, ráku það austur um skarðið og gera enn. Skarðið er þröngt, en greiðfært.

Förum fráá Hvíteyrum stuttan spöl norður veginn og beygjum síðan vestur eftir þjóðvegi 751 að Mælifellsá. Beygjum þaðan suðurs á brúna á Mælifellsá og förum þrjá kílómetra vestur Mælifellsdal. Þar er þverleið norður yfir Mælifellsá á grýttu vaði og upp með henni að vestanverðu. Síðan þverbeygjum við til vesturs sunnan Selhnjúks upp í Kiðaskarð. Þröngt er skarðið, sveigir til suðurs og síðan aftur til vesturs. Þar komum við upp á Þröskuld í 550 metra hæð. Þaðan liggur leiðin til vesturs á fjallinu og síðan til suðurs og vesturs á fjallsbrúnina fyrir ofan Stafn í Svartárdal. Förum brattan sneiðing niður fjallið að Stafnsrétt.

14,5 km
Skagafjörður, Húnavatnssýslur

Jeppafært

Nálægir ferlar: Mælifellsdalur.
Nálægar leiðir: Hvammsdalur, Vesturheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort