Afstaða alþjóðlegs fjármagns til Kína og Indlands er bezta dæmið um heimsku þess. Allir vilja fjárfesta í Kína, en enginn vill fjárfesta í Indlandi. Samt sýnir reynslan mun betri árangur af fjárfestingum í Indlandi, sem hefur miklu betra dómskerfi og margfalt betra bankakerfi en Kína. … Reynsla íslenzks fjármagns er hin sama. Fræg er sagan af lakkrísverksmiðjunni, sem Íslendingar ætluðu að reka í Kína með stuðningi íslenzkra stjórnvalda. Samstarfsaðilarnir þar í landi reyndust ekki vera nógu traustir og fyrirtækið varð gjaldþrota nokkurn vegin um leið og því var hleypt af stað. …