Evrópusambandið er núna stærsta hagkerfi heimsins, stærra en Bandaríkin. Á eftir þeim koma Kína, Japan og Indland í þriðja til fimmta sæti. Eftir tvo áratugi verður röðin orðin önnur. Þá mun Kína koma næst Evrópusambandinu og Indland verður komið upp fyrir Japan. Árlegur vöxtur Kína og Indlands nemur 8-10% á hverju ári. Hingað til hafa vestræn fyrirtæki einblínt á Kína, þótt Indland sé betri langtímakostur vegna lýðræðis og ensku. Vesturlönd fara senn að laga sig að framtíð, þar sem þau stjórna ein ekki öllu. Við verðum að fara að draga þróunarríkin inn í ferli ákvarðana um framtíð mannkyns.