Kindur fái lögregluvernd

Punktar

Ódýrara er að láta kindur, hesta og menn nota þjóðvegi en að leggja sérvegi fyrir misjafna umferð. Fyrst voru vegirnir fyrir fólk og dýr, bílarnir eru síðari viðbót. Lifandi verur eru lögum samkvæmt á vegum. Ríkið ábyrgist ekki, að menn geti þindarlaust ekið þar á 90 km hraða. Palli var einn í heiminum kvartar yfir þessu í Fréttablaðinu undir dulnefninu Sigurður Helgason. Frekjudallar eins og Palli eru til vandræða á vegum, knúðir fram af linnulausu óþoli, flauta, fæla hesta, valda slysum. Kominn er tími til, að gangandi fólk og fólk með hesta og kindur fái lögregluvernd á vegum.