Undanfarna daga hef ég unnið við að smala kindum nágrannabóndans af jörð minni. Ég smala þeim til baka á hverjum degi og morguninn eftir eru þær komnar til baka. Vel er samt girt á milli okkar nágranna. Þrjár kindur með fimm lömb hafa þjálfað sig í að stökkva yfir ristarhlið. Þær fara ekki um opið hestahliðið, heldur stökkva tvo metra yfir ristina. Þær fljúga nánast yfir ristina. Þetta vekur mér spurningar: Er að koma upp sauðfjárkyn í landinu, sem fer yfir ristarhlið eins og ekkert sé? Er ekki hægt að nýta þessa hæfni dýranna á uppbyggilegri hátt, t.d. í sirkus?