Frá Fosshóli við Skjálfandafljót norður með fljótinu og um Fljótsheiði að Einarsstöðum í Reykjadal.
Sumarhúsafólk og bóndinn á Vaði segja þessa leið bannaða og torfæra, en hvort tveggja er rangt, þetta er hefðbundin og viðurkennd reiðleið.
Eigandi Barnafells í Kinnarfelli hefur byggt sumarhús ofan í þjóðleiðinni og girt umhverfis það. Flestir hestamenn fara niður fyrir girðinguna, en þar er torleiði á kafla vegna bleytu.
Förum frá Fosshóli vestur yfir brúna á fljótinu og norður um hlað í Hriflu. Síðan norður með Kinnarfelli vestanverðu, um Fellsskóg, gamlan veg norður með fljótinu. Austur yfir nyrðri brúna á Skjálfandafljóti og suður með fljótinu, um Vað og suður í Fossel. Síðan upp Fosselsskóg um slóða upp heiðina og suður heiðina og vestur gamlan veg um Fljótsheiði. Og loks niður að Einarsstöðum í Reykjadal.
35,1 km
Þingeyjarsýslur
Nálægir ferlar: Gullvegurinn, Gönguskarð, Hvammsheiði, Nafarvað, Vatnshlíð.
Nálægar leiðir: Fosselsskógur, Fossel, Sandsbæir, Hafralækjarskarð, Heiðarsel, Máskot.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson