Kínversk umhverfisást Elkem

Punktar

Ekki kemur á óvart, að járnblendi Elkem á Grundartanga skori hæst í mengun orkufreks iðnaðar, komið í kínverska eigu. Í Kína er umhverfið lágt skrifað, svo og í fyrirtækjum, sem þeir reka erlendis. Raunar er Kína heimsins mesta bæli umhverfissóða, andstæða Japans, þar sem umhverfið er hátt skrifað. Ekki kemur á óvart, að Ólafur Ragnar Grímsson lofsyngur kínverska umhverfisást. Ferill forsetans er samfelld öfugmælavísa. Brennisteinsoxíð á Grundartanga er komið að þolmörkum. Stjórnendur fyrirtækisins fela sig fyrir blaðamönnum. Virðingarleysi þeirra fyrir náttúrunni er tífaldur Jón Gunnarsson þingmaður.