Frá Kirkjuskarði í Laxárdal um Kirkjuskarð á Vatnaaxlarleið í Skálahnjúksdal.
Undirlendi er lítið í Mjóadal, þurrlent með valllendi í hlíðum. Gálgagil er, þar sem mætast Balaskarð, Mjóidalur, Hvammshlíðardalur og Ambáttardalur. Þar segir sagan, að níu þjófar hafi verið hengdir. Aðeins norðar á dalamótunum er eyðibýlið Höskuldsstaðasel. Ambáttardalur er votlendur og liggur slóðin vel sunnan árinnar.
Förum frá Kirkjuskarði norðnorðaustur Kirkjuskarð í 620 metra hæð og síðan norður Mjóadal að Gálgagili. Sunnan Hvammshlíðarfjalls förum við norðaustur eftir Ambáttardal að mótum Laxár og Mörár í Skálahnjúksdal. Þar liggur Vatnaaxlarleið milli Gauksstaða á Skaga og Veðramóta í Skarðshreppi í Skagafirði.
14,4 km
Húnavatnssýslur, Skagafjörður
Nálægar leiðir: Laxárdalur, Geitaskarð, Balaskarð, Vatnaöxl.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort