Kistufell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Mógilsá í Kollafirði meðfram Kistufelli og Haukafjöllum að Stardal.

Áður var farið undir rótum Esju um Mógilsá, Velli og Norðurgröf. En nú er farin jeppaslóð á Varmadalsmelum og mætast leiðirnar austan við Norðurgröf. Þetta var fjölfarin leið fyrir daga bílsins. Hér er lýst þesari gömlu leið, sem er fær enn þann dag í dag.

Förum frá Mógilsá til austurs undir rótum Esju um Velli og Norðurgröf, þar sem við komum á jeppaslóð, sem við fylgjum austur að Hrafnhólum. Þar förum við á brú yfir Leirvogsá að Skeggjastöðum og síðan austur með ánni að Tröllafossi. Nokkru austan við fossinn förum við aftur norður yfir ána og síðan austur í hlað á Stardal.

7,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Mosfellssveit, Mosfellsheiði, Svínaskarð, Selkotsvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson