Aðeins vika er eftir af viðræðum til undirbúnings lofslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember. Fundurinn á að smíða samning, sem taki við af tólf ára gömlu Kyoto-samkomulagi. Evrópusambandið hefur reynt að halda lífi í undirbúningsfundinum með því að lofa milljörðum til stuðnings aðgerða í þriðja heiminum. Ennfremur hefur sambandið og einstök ríki þess lofað frekari samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Kína og Indland streitast gegn loforðum um samdrátt hjá sér. Erfiðastur er þó kjaftaskurinn Barack Obama, sem treystir sér ekki til að gefa bindandi loforð um neitt.