Kjalfellsleið

Frá Múla við Fúlukvísl norður Kjalhraun að Hveravöllum.

Kunn er harmsaga Reynistaðarbræðra og förunauta þeirra. Þeir urðu úti á Kjalvegi árið 1780. Beinhóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum þeirra. Á hólnum er minnisvarði um þá. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar. Grettishellir er 2 km sunnan Rjúpnafells, stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í honum er hellir, opinn í báða enda, nefndur Grettishellir. Ekki er vitað, hvort Grettir var þar.

Förum frá hestarétt hjá Múla við Fúlukvísl í norðausturátt, austur fyrir Kjalfell, þaðan sem leiðin er vörðuð. Síðan með fellinu að austanverðu og áfram norður um Beinhól og Grettishelli og vestan við Rjúpnafell. Á veg 35 sunnan við Þúfunefsfell, með honum vestur að Hveravöllum.

7,5 km
Árnessýsla

Skálar:
Hveravellir : N64 51.960 W19 33.260.
Hveravellir eldri: N64 52.013 W19 33.756.

Nálægir ferlar: Þjófadalir, Stélbrattur, Guðlaugstungur, Jökulfall.
Nálægar leiðir: Svartárbotnar, Krákur, Ingólfsskáli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort