Kjaradómur á kjördag

Punktar

Kjaradómur er gott dæmi um bananalýðveldi. Á sjálfan kjördaginn hækkaði hann laun stórhvela ríkisins langt umfram aðra og heldur niðurstöðunni leyndri fram yfir lokun kjörstaða. Vafalaust hefur dómurinn talið, að kjósendur væru ekki hæfir til að frétta af niðurstöðunni áður en þeir greiddu atkvæði. Það er sennilega rétt mat, en það er ekki hlutverk dómsins að framkvæma slíkt mat á hæfni kjósenda. Vinnubrögð Kjaradóms gefa skýra mynd af hugarfari þeirra, sem hann skipa, og þeirra, sem völdu þessa menn umfram aðra til að skipa dóminn.