Frá þjóðvegi 524 í Þverárhlíð um Kjarardal til Tvídægru.
Stundum nefndur Kjarrárdalur. Önnur meginleiðin til Dofinsfjalla og upp á Tvídægru til Vesturárdals í Húnaþingi.
Byrjum við þjóðveg 524 í Þverárhlíð, þar sem slóð liggur af veginum austur í Örnólfsdal. Förum fyrst suðsuðvestur að dalnum og síðan eftir veiðivegi austur dalinn. Neðst heitir hann Örnólfsdalur, en ofar Kjarardalur. Við fylgjum dalnum, fyrst norðan ár og síðan sunnan hennar. Förum framhjá fjallaskálanum Víghóli. Síðan liggur dalurinn til norðausturs á heiðina og við fylgjum Kjarará / Kjarrá. Förum framhjá fjallakofanum Gilsbakkaseli. Áfram förum við norðaustur með ánni, en beygjum síðast suðaustur að norðurenda Hólmavatns. Þar komum við inn á leiðina um Tvídægru.
24,8 km
Borgarfjörður-Mýrar
Skálar:
Víghóll: N64 45.240 W21 07.270.
Gilsbakkasel: N64 48.475 W20 59.105.
Nálægar leiðir: Kambafoss, Kjarrá, Tvídægra.
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH