Kjarnorka endist skammt

Punktar

Kjarnorka í friðsamlegum tilgangi fer ekki sigurför um heiminn. Hún leysir ekki olíu af hólmi. Ef svo væri, mundu úraníumbirgðir heimsins klárast á fimm árum. Með núverandi notkun endist úraníum í 80 ár. Með hverju nýju kjarnorkuveri styttist endingartíminn. Það hefur vond áhrif á arðsemina. Forsetaframbjóðendur Bandaríkjanna lofa kjarnorkuverum í stað olíuvera. Ekki er til nóg úraníum í heiminum til að efna þau loforð. Því má gera ráð fyrir, að gamaldags orkugjafar á borð við vatnsafl og jarðhita verði enn verðmeiri í framtíðinni. Ef við gefum ekki orkuna til erlendrar stóriðju.