Kjölfestan í pólitík

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan í pólitíkinni. Þriðjungur kjósenda velur hann til að tryggja jafnvægi í þjóðarhag og gott svigrúm fyrir atvinnuvegina, sem borga kaupið. Þetta fólk vill engar æfingar. Þótt sumt sé það umhverfissinnað, mun það ekki kjósa Ómar eða grænmálaða Margréti. Því að umhverfið er ekki efst í forgangsröð þess. Framsókn nýtur þess ekki að vera talin kjölfesta, heldur er hún talin hækja og vinnumiðlun. Ef menn vilja óbreytt ástand, kjósa þeir Íhaldið. Ef þeir vilja breytingar, hafa þeir um marga flokka að velja, þó ekki Framsókn. Hún er úti í kuldanum.