Frá Kjólsvík um Kjólsvíkurvarp að sæluhúsinu í Breiðuvík.
Kjólsvík er stutt vík með berghlaupum milli Glettings og Grenmós. Berghlaup setja svip á landslagið, Háuhlaup efra og Láguhlaup neðra. Bærinn í Kjólsvík er í eyði. Hann stóð út við sjó undir snarbröttum hlíðum Glettings sunnanverðum. Ofan bæjarins er kletturinn Kjóll, sem víkin dregur nafn sitt af, og varði bæinn fyrir snjóflóðum.
Förum frá sjó í Kjólsvík suðvestur og upp í Kjólsvíkurvarp austan við Kerlingarfjall. Þar erum við í 220 metra hæð. Síðan förum við suður og niður Blautumýri að sæluhúsinu í Breiðuvík.
4,2 km
Austfirðir
Skálar:
Breiðavík: N65 27.830 W13 40.286.
Nálægar leiðir: Kjólsvík, Loðmundarfjörður.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort