Kjölturakkinn geltir

Punktar

Kjölturakki atvinnurekenda gerir sig breiðan á þingi Alþýðusambandsins, því að hann vill ná endurkjöri. Annað er það ekki. Hann og hagfræðideildin eru eins og spýtt úr nefi Samtaka atvinnurekenda. Nota sömu gjaldþrota hagfræðina um gildi stöðugleika og telja viðskiptaveltu vera mælikvarða á hagvöxt. Frá þessu liði er einskis góðs að vænta. Rangt er gefið í spilinu og láglaunastéttir geta ekki lengur dregið fram lífið. Öryrkjar, gamlingjar og sjúklingar lifa á bónbjörgum og góðgerðum samtaka. Hér þarf að hækka lágmarkslaun upp í hálfa milljón. Auðlindarenta á að standa undir kostnaðinum. Hún hefur of lengi verið ránsfengur stórfyrirtækja.