Kjósendum þeirra er sama

Punktar

Íslenzkir pólitíkusar líkjast Nixon, játa eins lítið og þeir telja sig komast upp með. Segja ekki af sér, heldur stíga tímabundið til hliðar eða vitna í venjur fyrri tíma. Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þ. Þórðarson hafa enn ekki hætt. Þeir telja, að þeim þriðjungi kjósenda, sem styður flokkinn, sé sama um siðferði. Líklega er það rétt metið. Enda er meirihluti þingmanna flokksins í einhverjum sóðamálum, misnotkun á aðstöðu, mútum eða skattsvikum. Þetta er allt bara þáttur í eðli flokksins. Hann telur allt leyfilegt, sem ekki er beinlínis bannað. Og líka margt, sem er bannað.