Loforðið nam 300 milljörðum og þar af á að efna 80 milljarða eða 27%. Er það undir væntingum kjósenda Framsóknar? Loforðið var STRAX, sem kjósendur töldu þýða STRAX. Nú kom í ljós, að strax þýðir fjögur ár. Er það undir væntingum kjósenda Framsóknar? Lofað var að taka peningana af svonefndum hrægömmum, en þeir koma úr ríkissjóði. Hrægammarnir eru gleymdir. Er það undir væntingum kjósenda Framsóknar? Efnahagsáhrif aðgerðanna eru jákvæð og neikvæð, en mest þó ófyrirséð. Er það undir væntingum kjósenda Framsóknar? Frá sjónarmiði þrautþjálfaðs lýðskrumsflokks skiptir öllu máli, hvernig þetta slær bjánana.