Kjósendur sæta ofsóknum

Punktar

Gísli Marteinn birtir mynd í fésbók af Borgartúni til að sýna plássið fyrir gangstéttir og hjólabrautir. Mér sagði þessi ljósmynd allt annað. Enginn göngumaður eða hjólreiðamaður sást í sólskininu. En fullt af bílum. Umferðin í Borgartúni þessa sekúndu var 100% bílaumferð. Geri ráð fyrir, að almennt skiptist umferðin í 98% bíla, 1% gangandi og 1% á hjóli. Samt er borgin farin í herferð gegn bílum, fækkar bílastæðum, þrengir götur, setur upp hringtorg, fjölgar ljósum, afskrifar mislæg gatnamót, reisir blokkir í stað bílskúra. Það heitir þétting byggðar. Ætti að heita misráðnar ofsóknir gegn kjósendum.