Kjúklingurinn drýgður

Punktar

Evrópskur matvælaiðnaður drýgir kjúklingakjöt með afgöngum úr nautakjöti og svínakjöti, svo og kjúklingaskinni, en einkum þó með vatni, segir Felicity Lawrence í Guardian. Evrópusambandið ráðgerir að krefjast merkinga um þetta á umbúðum matvæla, en margir munu ekki sjá merkingarnar, af því að þeir borða í mötuneytum og veitingahúsum eða kaupa heitan mat í bökkum. Matvælaeftirlit í Bretlandi og á meginlandi Evrópu er í gíslingu hjá verksmiðjuiðnaði matvæla að mati Lawrence. Ráðleggur hann lesendum að borða ekki kjúkling.