Kl.16:00 á laugardegi

Punktar

Skuldafundur var haldinn 16:00 á laugardegi til að rýra rannsóknir fjölmiðla á beinum fréttum af fundinum. Þetta var hægt í gamla daga, fjölmiðlar lágu þá að mestu niðri um helgar. En nú eru komnir vefmiðlar; símiðlar og blogg. Þessir fréttaflytjendur voru á fullu um helgina að segja frá og túlka á ýmsa vegu. Ég fylgdist með Fréttagáttinni og Blogggáttinni. Þar gat áhugafólk séð nægar heimildir um skuldatillögurnar og ýmsar túlkanir þeirra. Pólitíkusar geta ekki lengur tímasett viðburði laugardaga kl.16. Fréttatímar eru ekki lengur hornsteinn almannatengsla. Fjölmiðlun er orðin afar dreifð símiðlun.