Fjárhagsvandi í Evrópu og Bandaríkjunum stafar af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru ríki of skuldsett, annars staðar sprakk fasteignabóla. Hvergi var þó ástandið eins glæfralegt og á Íslandi. Hér var bönkunum leyft að þenja sig út með ímynduðum peningum upp í tífalda stærð íslenzka hagkerfisins. Hvergi var annar eins skortur á eftirliti af hálfu ríkisins. Hvergi varð seðlabanki þjóðar gjaldþrota nema hér. Munur Íslands og útlanda stafar fyrst og fremst af Davíð Oddssyni og lærisveinum hans. Þeir bjuggu til klæðskerasaumað kerfi fyrir stjórnlausa græðgi. Hrunið hér var því ekki hluti af innfluttum vanda.