Klakkur

Frá Leppistungum í Setrið á Hreppaafréttum.

Frábært útsýni er á leiðinni fram til Kerlingarfjalla. Við fylgjum þungri og seinfærri jeppaslóð, en hér eru engin erfið vöð á leiðinni. Helzt er það Kisubotnar, þegar komið er austur fyrir Kerlingarfjöll. Fjallaskálinn sunnan undir Klakki er milli upptakalækja Draugakvíslar .

Förum frá Leppistungum. Þaðan getum við fylgt jeppaslóð tll suðurs að þverleið til austurs og síðan norður í átt til Kerlingarfjalla. Við getum líka stytt okkur leið með því að fara frá skálanum þvert til austurs með suðurhlíðum Stóra-Leppis og norðan við Fúlá, unz við komum að áðurnefndri slóð tl norðurs. Fylgjum henni í sveigjum og bylgjum. Fyrst milli Stóra-Leppis að vestanverðu og Litla-Leppis að austanverðu og síðan norðaustur yfir Klakksöldu að fjallaskálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum. Frá skálanum áfram, fyrst suður fyrir Rauðkolla og síðan norðaustur með kollunum og austan við Kisubotnahnúka. Loks norðaustur um Setuhraun að fjallaskálanum Setrinu undir Hofsjökli.

27,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Leppistungur: N64 31.933 W19 29.046.
Klakkur: N64 34.026 W19 16.423.
Setrið: N64 36.903 W19 01.165.

Nálægir ferlar: Miklumýrar, Fitjaásar, Hrunamannaafréttur, Illahraun, Fjórðungssandur.
Nálægar leiðir: Arnarfell, Sandá, Leirá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort