Klappa saman lófum

Punktar

IgNobel háðungarverðlaunin eru hér þekktust fyrir, að Davíð Oddsson og hinir bankastjórarnir fengu þau 2009. Þeir höfðu þá vakið heimsathygli fyrir lítið vit á peningum. Í Time Magazine hafði Davíð verið settur í hóp þeirra, sem mesta ábyrgð bæru á heimskreppunni 2008. Nú hefur annar snillingur fengið IgNobel, það er Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands. Verðlaunaður fyrir að banna fólki að klappa saman lófum á almannafæri. Löggan þar var líka verðlaunuð fyrir að taka einhentan mann höndum fyrir að klappa saman lófum. Snillingurinn, sem segist eiga heimsmet í ráðagerðum, fær hann IgNobel 2014?.