Klaufabrekkur

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Klaufabrekkum í Svarfaðardal um Klaufabrekknaskarð að sæluhúsinu á Lágheiði.

Þröngt skarð, en fjölfarið á fyrri öldum. Sögur eru af hrakningum á leiðinni. Brekkurnar heita eftir Klaufa böggvi Snækollssyni, sem var bæði skáld og vígamaður. Sniðinn var af honum hausinn, en samkvæmt sögunni barðist hann áfram og barði menn með hausnum. Við hann eru kenndar Klaufabrekkur og Böggvisstaðir.

Förum frá Klaufabrekkum norðnorðvestur í Klaufabrekknadal austan við Gimbrahnjúk. Upp bratt og erfitt Klaufabrekknaskarð í 1000 metra hæð og förum austan til í skarðinu. Síðan beint áfram niður í dal, sem einnig heitir Klaufabrekknadalur. Síðan dalinn austan við Drykká út að þjóðvegi 82 um Lágheiði. Förum með þjóðveginum norðaustur að sæluhúsinu á Lágheiði.

10,1 km
Eyjafjörður

Mjög bratt

Skálar:
Lágheiði: N65 56.315 W18 50.540.

Nálægar leiðir: Sanddalsleið, Hvarfdalsskarð, Kollugilsbrúnir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins