Klerkar skoða boðskort

Punktar

Íran minnir á Kína með sitt auðræði undir eins flokks harðstjórn, sem beitir leyniþjónustu gegn borgurum. Klerkarnir ráða öllu. Kosningar eru frjálsar, en eins og í Kína ráða klerkarnir, hverjir séu í framboði. Og þeir strika út alla, sem þeir telja hættulega einræði sínu. Þeir beita strangri ritskoðun, ekki bara á fjölmiðlum, heldur allt niður í boðskort fyrir brúðkaup. Eins og í Kína þola þetta flestir, því að velmegun er vaxandi og margir hafa það gott. Andófið er einkum meðal ungs menntafólks. Það stendur fyrir uppþotum, sem barin eru niður af grimmd. Þriðja hvern Írana dreymir um að flytjast til frjálsari vesturlanda.