Frá Hafursstöðum við Hlíðarvatn um Klifháls að Hólminum við Hítarvatn.
Í Bjarnar sögu Hítdælakappa segir frá ferð Þorsteins Kuggasonar í Ljárskógum. Hann fór Fossaveg og gisti á Hafursstöðum og fór síðan um Hellisdal og Klifháls og Klifdal til Hólmsins við Hítarvatn og síðan til bæjar í Hítardal.
Förum frá Hafursstöðum til suðurs á milli Rögnamúla að austanverðu og Sandfells að vestanverðu. Suðaustan Sandfells komum við að Hellisdal og förum suðaustur hann á Hellisdalsheiði upp á Klifsháls í 500 metra hæð norðaustan við Klifsborg. Þaðan suður um Klifsdal og síðan vestur með Klifsgili að Hítará og Hólminum við suðurenda Hítarvatns.
6,5 km
Snæfellsnes-Dalir
Nálægir ferlar: Svínbjúgur, Rauðamelsheiði.
Nálægar leiðir: Fossavegur, Hítardalur.
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH