Flest bendir til, að George W. Bush verði Bandaríkjaforseti í fjögur ár í viðbót, þrátt fyrir skelfilega reynslu af árunum fjórum, sem liðin er. Í kosningunum eftir hálfan annan mánuð hyggst helmingur kjósenda veita fylgi sitt versta forseta, sem verið hefur í Bandaríkjunum í áratugi. .. Við skulum láta liggja milli hluta, að Bush er að eyðileggja límið í bandarísku þjóðfélagi með markvissum aðgerðum til að gera þá ofsaríku enn ofsaríkari, millistéttirnar fátækari og ýta undirstéttinni út af borðinu. Ef þetta er það, sem bandarískar millistéttir vilja, þá verði þeim að verðleikum. …