Hvað ræður gerðum meirihlutans í borginni? Ekki er það söfnun atkvæða. Svo sem þegar gamlingjar fá tveggja daga gamlan mat á elliheimilum. Stælir þar sadisma stjórnvalda. Hvað með minni þjónustu fyrir hærra verð á sorpi. Eða þegar hann fórnar fé og fyrirhöfn í að gleðja lóðabraskara í Vatnsmýri. Þar á ofan verri en ríkisstjórnin, er hann treður ljótustu húsum lóðabraskara á mest áberandi staði borgarinnar. Sumt er einfaldlega klikkun. Svo sem þegar hann kastar fé í að mjókka götur og torvelda bílaumferð út á öfgatrúarrit um lífsstíl. Getur meirihlutinn ekki líka fengið skráningu sem öfgatrú og grætt sóknargjöld?