Klikkun við Hringbraut

Punktar

Fyrirhugaður risaspítali við Hringbraut er hefðbundið samsæri nefndakónga og verkfræðinga um að koma sér upp veltu. Því er kostnaðaráætlun of lág og fer 45% fram úr áætlun samkvæmt fyrri reynslu. Svo þarf að gera ráð fyrir, að þeir, sem lána fé, vilji vexti á vexti ofan. Og að lífeyrissjóðirnir vilji fá arð á arð ofan. Fyrsti áfangi spítalans fer upp í 100 milljarða króna og annar áfangi upp fyrir 40 milljarða í viðbót. Og þetta er spítali, sem hefur hvorki ráð á að endurnýja tæki né borga starfsfólki samkeppnishæf laun. Þótt allir viti, að þetta er klikkun, ryðst hún fram eins og sjálfvirk vél.