DV gerir vel í föstudagsblaðinu, tekur út Paul Ramses flóttamann. Hrekur ýmsar lygasögur, sem rasistar dreifa um hann á vefnum. Sýnishorn af þeim má sjá á vef Vilhjáms A. Vilhjálssonar ísraelsvinar, postdoc.blog.is. Það er orðið að samkomuhúsi rasista. Þar skrifa meðal annars Loftur Altice Þorsteinsson og Gunnar Th. Gunnarsson. Gunnar efast um, að Ramses eigi barnið Fidel og Loftur telur hann skyldan hinum illræmda Barack Obama. Af texta ýmissa framámanna í Frjálslynda flokknum má ráða, að þeir séu hallir undir slíkt rugl. Sá flokkur stefnir hægfara í átt til útlendingahaturs.