Klisjan segir, að þú getir platað flesta einu sinni, en getir ekki alltaf gabbað alla. Höfundur klisjunnar segir okkur ekki, að hlutföllin í dæminu eru misjöfn. Eiginlega ætti klisjan að hljóða svona: “Þú getur platað flesta einu sinni og fæsta aldrei. Ef þú ert Sigmundur Davíð geturðu platað 30% fólksins 70% tímans.” Aldrei fyrr hef ég verið viðstaddur kosningabaráttu, þar sem heimska og fáfræði of margra kjósenda ber ofurliði tilraunir til túlkunar. Óánægjufylgi úr öðrum flokkum gerir ekkert gagn hjá Framsókn, gerir bara illt verra. Ætti heldur að sitja heima eða skila auðu. Framsókn er eitur.