Klisjur

Punktar

Pólitíkusar okkar tala undarlega staðlað mál. Þeir segja, að málflutningur í öðrum flokkum sé “mikill misskilningur”. “Allir viti”, að hin og þessi mál séu “ekki til umræðu”. Menn í öðrum flokkum hafi “ekki unnið heimavinnuna sína” og “rjúki upp til handa og fóta”. Enda séu þeir “andstæðingar okkar” og “stundi málþóf” af minnsta tilefni. Þeir “slái pólitískar keilur”, sem “veki undrun almennings”, þegar þeir “máli skrattann á vegginn”. Auðvitað séu allir þessir aðilar “ábyrgðarlausir”. Sameiginlegt einkenni þessa orðavals er, að alla röksemdafærslu skortir.