Klóarvegur

Frá Hveragerði um Klóarveg á Ölkelduhálsleið til Villingavatns.

Af Klóarvegi er skemmtilegt útsýni niður í litskrúðugan og mest grænan Grensdal, þar sem er mikið af líparíti. Einnig er útsýni þaðan yfir í Ölfus.

Byrjum í Gufudal vestan við Reykjakot, norðan við Hveragerði í Ölfusi. Förum beint norður frá bænum upp að fjallinu og aðeins austur með því og upp með Sauðá, áður en við förum upp brekkurnar austan við Sauðatinda. Förum norður eftir fjallinu um Klóarveg eftir hryggnum milli Sauðár og Grendalsár. Leiðin liggur að Kló og upp í hana að vestanverðu, upp í 400 metra hæð. Þar uppi suðaustan undir Kyllisfelli komum við á Ölkelduhálsleið, sem liggur frá Kolviðarhóli að Grafningsvegi við Villingavatn.

4,9 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Reykjadalur, Ölkelduháls, Hengladalaá, Hellisheiði, Álftavatnsvað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins