Klófesta olíuna

Punktar

Olían er aftur komin í sviðsljós stríðsins gegn Írak. Kamil Mahdi segir í Guardian, að Bandaríkin séu með aðstoð Alþjóðabankans að reyna að láta bandarísk olíufélög komast yfir olíuna til tíu eða tuttugu ára. Það á að gera með samningi við leppstjórnina, sem horfir aðgerðalítil á blóðugt borgarastríð. Hún tekur við bandarískum tilskipunum. Þeir, sem hafa komið sér í völd sem leppar, reyna svo sjálfir að ná tökum á hluta olíunnar til að reka hana fyrir eigin reikning. Um olíuna hafa Bandaríkjamenn samið frumvarp, sem nú á að reka í gegn á Íraksþingi.