Nefnd um rekstrarvanda einkarekinna fjölmiðla klofnaði eins og við mátti búast. Meirihluti vildi ríkistyrkja þá. Með brennivínsauglýsingum, afslætti eða afnámi vasks og auglýsingabanni á Ríkisútvarpið. Gagnið af slíku fyrir almenning er þó næsta óljóst. Tap auðmiðla stafar ekki af Ríkisútvarpinu, heldur af vefmiðlum, frímiðlun frétta og samskiptamiðlum almennings. Tækninýjungar hafa skafið af auglýsinga- og áskriftatekjum gamalla miðla. Í staðinn vilja auðmenn komast undir pilsfald ríkisins. Það er meginstefna Sjálfstæðisflokksins að mjólka ríkið í þágu auðgreifa. Og Brynjar segir gömlu flokkblöðin hafa verið skárri en blöð nútímans.