Klofningsheiði

Frá Klofningi í Önundarfirði um Klofningsheiði til Keravíkur í Súgandafirði.

Gömul reiðleið. Gott er að byrja hjá sandgryfjunum ofan við Flateyri, þar er slóði upp í Klofningsdal. Leiðin er vörðuð, þegar komið er upp á fjallsbrúnina. Leiðin niður í Sunndal er villugjörn, slóðin ógreinileg, landið stórgrýtt og skriðurunnið. Slóðin skýrist, þegar neðar dregur.

Förum frá Klofningi norðaustur og upp Klofningsdal inn í botn og þverbeygjum þar til vesturs í bröttum sneiðingum upp á Klofningsheiði. Förum þar til norðausturs og hæst í 630 metra. Síðan þvert í norðvestur niður Jökulbotna í Sunddal að Staðarhúsum. Þaðan norður í Keravík.

9,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Grímsdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort