Undir niðri glímir Samfylkingin við óleysanlegan vanda. Kannanir sýna hver á fætur annarri, að helmingur stuðningsfólks hennar styður ekki ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar. Styður hins vegar málstað fundarmanna á borgara- og útifundum. Því lengur sem Samfylkingin er í ríkisstjórn með Sjálfstæðinu þeim mun biturra verður ástandið. Hún ber ábyrgð á hinu manngerða hruni, af því að ríkisstjórnin öll var þar að verki. Hún ber ábyrgð á brunavörzlu brennuvarga. Hún ber ábyrgð á viðvarandi stuldi úr ríkisbönkunum. Ingibjörg Sólrún hlustar ekki á gagnrýni. Samfylkingin stendur því klofvega á gjánni.